#9 Gamla fólkið er fast
Dagmál - Kosningar 2022 - A podcast by Ritstjórn Morgunblaðsins - Thursdays

Eldra fólk í Fjallabyggð situr fast í stórum einbýlishúsum þar sem ekki hefur tekist að byggja minna og hagkvæmra húsnæði fyrir þá sem komnir eru á efri ár. Á sama tíma hafa mörg af eldri húsum Siglufjarðar verið keypt af fólki sem nýtir þau til sumardvala en er ekki með fasta búsetu á svæðinu. Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson settust niður með Siglfirðingunum Guðrúnu Árnadóttur og Hrólfi Baldurssyni. Guðrún hefur um áratugaskeið búið á Siglufirði og gefið sig að félags- og sveitarstjórnarmálum en er alla tíð titluð fóstra í símaskránni. Hrólfur er atkvæðamikill rakari á staðnum sem rekur rakarastofu og bar í gömlu Kommahöllunni. Þau eru bæði með munninn fyrir neðan nefið.