#8 Oddvitaslagur en allt í góðu

Dagmál - Kosningar 2022 - A podcast by Ritstjórn Morgunblaðsins - Thursdays

Sjálfstæðismenn á Akureyri efna til prófkjörs á laugardag, en þar sækjast þrír eftir kjöri í efsta sæti listans. Þeir Stefán Einar og Andrés í kosningahlaðvarpi Dagmála mæltu sér mót við þá í bakherbergi á Hótel KEA og spurðu Ketil Sigurð Jóelsson, Heimi Örn Árnason og Þórhall Jónsson út í bæði breiðar strokur stjórnmálanna og þessar fínni. Úr varð hressilegt samtal um erindi þeirra og Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum í bænum.