#7 Enginn bilbugur á Ásthildi bæjarstjóra
Dagmál - Kosningar 2022 - A podcast by Ritstjórn Morgunblaðsins - Thursdays

Kosningaferðalag Dagmála um Norðurland heldur áfram og nú er það Akureyri, höfuðstaður Norðurlands. Blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson létu það vera sitt fyrsta verk við komuna í bæinn að fara í ráðhúsið gefa sig fram við bæjarstjórann Ásthildi Sturludóttur. Hún ræddi bæði kjörtímabilið sem er að ljúka, helstu áskoranir við stjórn bæjarins sem framundan eru, að ógleymdum öllum þeim tækifærum, sem hún eygir fyrir Akureyringa og raunar Eyfirðinga alla.