#5 Skagfirska efnahagsundrið

Dagmál - Kosningar 2022 - A podcast by Ritstjórn Morgunblaðsins - Thursdays

Kosningahraðlest Dagmála brunar áfram um landið og nú berst leikurinn á Sauðárkrók, þar sem fjallað er um stöðuna í sveitarfélaginu Skagarfirði. Þau Ásta Björk Pálmadóttir, fjármálastjóri Steypustöðvarinnar sem jafnframt er fv. sveitarstjóri, og Magnús Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar, hittu blaðamenn Morgunblaðsins og fóru yfir stöðuna, framtíðina og helstu áskoranir í þessu blómlega sveitarfélagi, sem gárungarnir hafa nefnt skagfirska efnahagsundrið í uppgangi liðinna ára.