#25 Grunnt á því góða í Eyjum
Dagmál - Kosningar 2022 - A podcast by Ritstjórn Morgunblaðsins - Thursdays

Enn gætir mikillar spennu í pólitíkinni í Eyjum vegna þeirrar ákvörðunar Írisar Róbertsdóttur, oddvita H-listans að kljúfa sig út úr Sjálfstæðisflokknum árið 2018. Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðismanna segir að flokkurinn hafi jafnað sig fljótt á klofningnum en annað virðist koma í ljós í harðvítugum orðaskiptum þeirra í milli í Dagmálum. Flest bendir til allsherjaruppgjörs í pólitíkinni í Eyjum þann 14. maí. Sjálfstæðismenn efndu til prófkjörs fyrr á árinu og var þátttakan gríðarlega mikil. Af orðum Írisar og Njáls Ragnarssonar, oddvita E-listans að dæma þarf Sjálfstæðisflokkurinn að endurheimta hreinan meirihluta til þess að ná völdum í hinu gamla vígi sínu.