#24 Bær sem er að breytast í borg
Dagmál - Kosningar 2022 - A podcast by Ritstjórn Morgunblaðsins - Thursdays

Bárður Guðmundarson hefur frá barnsaldri fylgst með uppbyggingunni á Selfossi og lengi vel átti hann og rak helstu byggingavöruverslunina í bænum. Hann segir samfélagið hafa tekið stakkaskiptum. Á fyrri árum þekkti hann hvern einasta mann á svæðinu en nú taki hann fólk sérstaklega tali á götum bæjarins ef hann þekkir það - enda þekki hann mikinn minnihluta íbúanna. Meðal þeirra sem lagt hafa hvað þyngstu lóðin á vogarskálarnar í uppbyggingunni er Leó Árnason sem farið hefur fyrir uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi. Hann hefur óbilandi trú á sveitarfélaginu og telur að miklar breytingar á atvinnuháttum séu í farvatninu. Fólk muni í síauknum mæli kjósa að búa í bæjarfélögum eins og Árborg en sækja vinnu til höfuðborgarinnar.