#22 Veitumálin stór biti
Dagmál - Kosningar 2022 - A podcast by Ritstjórn Morgunblaðsins - Thursdays

Tómas Ellert Tómasson er oddviti Miðflokksins í sveitarstjórn Árborgar. Hann er verkfræðingur og segir griðarlegt átak framundan við uppbyggingu fráveitumála. Hann hefur enga trú á því að komi til heitavatnsskorts á komandi árum. Nóg sé af vatnsauðlindum í nágrenni Selfoss sem hægt sé að hagnýta. Finna þurfi réttar lausnir. Í svipaðan streng tekur Arnar Freyr Ólafsson, oddviti Framsóknarflokks. Hann telur stór tækifæri framundan hjá Árborg en að fara þurfi vel með fjármuni sveitarfélagsins. Álfheiður Eymarsdóttir er oddviti Á-lista sem lengst af hefur haft aðkomu að meirihlutanum á kjörtímabilinu. Hún er gagnrýnin á fjármál sveitarfélagsins og telur að fara þurfi ofan í saumana á framúrkeyrslu í framkvæmdum á síðustu árum.