#19 Gríðarleg verðmæti út af svæðinu
Dagmál - Kosningar 2022 - A podcast by Ritstjórn Morgunblaðsins - Thursdays

Þótt aðeins búi um 1.100 manns í Vesturbyggð nema útflutningsverðmæti af starfsemi á svæðinu tugum milljarða á ári hverju. Gríðarlegur vöxtur í laxeldi bendir til þess að þau umsvif muni enn aukast til muna. Skjöldur Pálmason er framkvæmdastjóri og eigandi fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækisins Odda segir að ráðast þurfi í gríðarlega uppbyggingu vegakerfisins til þess að tryggja greiðar leiðir fyrir þessi verðmæti af svæðinu og út í heim. Barði Sæmundsson rekur Vélsmiðjuna Loga og hefur lengi haft puttana á púlsinum í atvinnulífinu á svæðinu. Hann er bjartsýnn á stöðuna framundan og nefnir að nú séu um 50 börn á leikskólanum á Patreksfirði en voru helmingi færri fyrir 15 árum síðan. Það er órækt dæmi um aukin umsvif á svæði sem lengi var í þröngri stöðu.