#18 Vildu forðast að yrði sjálfkjörið

Dagmál - Kosningar 2022 - A podcast by Ritstjórn Morgunblaðsins - Thursdays

Það er blússandi sigling í atvinnulífinu í Vesturbyggð og mörg stór verkefni í burðarliðnum. Sveitarstjórnin gerir allt til að halda í við þróunina og byggja upp innviði til að mæta fólksfjölgun og vilja fólks og fyrirtækja til uppbyggingar. Tveir listar bjóða fram í Vesturbyggð að þessu sinni og nokkuð átak þurfti til að koma þeim saman að sögn forystumanna á hinu pólitíska sviði. Jón Árnason hjá Nýrri sýn og Anna Vilborg Árnadóttir hjá Sjálfstæðiflokki og óháðum segja að margir hafi viljað forðast þá stöðu sem kom upp árið 2014 þar sem sjálfkjörið var í sveitarstjórnina. Mikilvægt sé að fólk fái að greiða atkvæði.