#17 Unga fólkið þyrpist í bæinn

Dagmál - Kosningar 2022 - A podcast by Ritstjórn Morgunblaðsins - Thursdays

Börnum fjölgar ört í Hólminum og er leikskólinn í bænum orðinn smekkfullur. Hrafnhildur Hallmarsdóttir leiðir H-listann í sveitarstjórn sem er með hreinan meirihluta og segir hún að áherslur á nýju kjörtímabili verði þær sömu og á því yfirstandandi, nái listinn að fylkja fólki á bak við sig. Fulltrúar Í-listans sem einnig býður fram sáu sér ekki fært að mæta til viðtals en þess í stað fengum við Hafþór Benediktsson hjá BB og synir til þess að ræða við okkur. Hann hefur komið að mörgum stórum uppbyggingarverkefnum í bænum síðustu ár. Féll það m.a. í hlut fyrirtækis hans að endurnýja skólalóðina sem hafði staðið hálfköruð allt frá árinu 1985.