#14 Akranes: Næstu skref að laða fleiri fyrirtæki að

Dagmál - Kosningar 2022 - A podcast by Ritstjórn Morgunblaðsins - Thursdays

Mikil uppbygging á sér stað á Akranesi og í burðarliðnum er nýtt og vistvænt iðnaðarhverfi sem pólitíkusarnir á Akranesi telja að feli í sér mörg tækifæri. Þá greinir hins vegar á um hvernig skuli staðið að því að laða fyrirtæki til bæjarins. Samfylking, Framsókn og óháðir hafa myndað meirihluta á kjörtímabilinu og það er samdóma álit þeirra að samvinnan hafi gengið afar vel. Við tökum hús á þeim Ragnari Baldvin Sæmundssyni (XB), Valgarði Lyngdal Jónssyni (XS) og Líf Lárusdóttur (XD) og förum yfir stöðuna.