#10 Sameiningin stendur enn yfir

Dagmál - Kosningar 2022 - A podcast by Ritstjórn Morgunblaðsins - Thursdays

Stjórnmálin í Fjallabyggð markast mjög af því að þar eru sameinaðir tveir grónir þéttbýliskjarnar með fjörð á milli. Þrátt fyrir að Héðinsfjarðargöng hafi tengt Siglufjörð og Ólafsfjörð vel hefur sameiningin 2006 gengið misvel og er í raun enn að eiga sér stað. Bæjarfulltrúarnir Tómas Atli Einarsson frá Sjálfstæðisflokki og Jón Valgeir Baldursson frá H-lista komu í kosningahlaðvarp Dagmála til blaðamannanna Andrésar Magnússonar og Stefáns Einars Stefánssonar, sem hafa farið um Norðurland undanfarna daga. Bæjarfulltrúarnir hafa þó ekki miklar áhyggjur af þessu og telja að sameiningin muni takast að fullu eftir því sem ný kynslóð lætur til sín taka í stjórnmálum og atvinnulífi. Þeir eru báðir bjartsýnir fyrir hönd sinna heimabyggða, en telja að samgöngubætur og öryggi í raforkudreifingu sé lykillinn að frekari grósku í athafnalífi og mannlífi í Fjallabyggð.