Saison 2 - fjórði þáttur: Jólasmakk í almannaþágu!
Bruggvarpið - A podcast by Bruggvarpið Bruggvarp
Categories:
Í þessum þætti hefjast piltarnir skipulega handa. Jólasmakkið er tekið skipulega og „vísindalega”. Byrjað er á Jólagulli. Svo er farið í Túborg jóla og hann í borinn saman við Jólatúborg frá því árinu áður. Þá er Jólaálfur smakkaður, sem er lager ale og svo farið yfir í HóHóHó brúnölið frá Ægisgarði. Að því loknu er ráðist í samanburðarsmakk á Skyrjarmi frá Borg Brugghúsi frá því ár og frá því í fyrra og loksins er lagt faglegt mat á það hvort Smiðjan í Vík hefði átt að breyta Choc Hó Hó bjórnum sínum í ár, frá uppskriftinni sem strákanarni voru mjög hrifnir af í fyrra. Öllu er síðan skolað niður í nostalgísku rugli með JólaJóra frá Ölvísholti. Það er sannur jóla(vín)andi sem svífur yfir vötnum í þessum þætti.
