53. Tiltekt í ADHD hausum

Brestur - A podcast by Birna Sif Kristínardóttir, Bryndís Ottesen

Categories:

Á þessum síðustu og verstu hafa Birna og Bryndís tekið saman lista af heillaráðum til að komast í gegnum lyfjalausa veturinn mikla. Hvort ráðin séu gagnleg eða hvort þær fylgi þeim sjálfar eftir er svo önnur saga. Þá skora þær stöllur á sig með aukinni hausatiltekt, en eru auk þess með háleitar væntingar um að draga hlustendur með sér í allsherjar body-doubling tiltektarverkefni, meira um það á Patreon. Engin pressa samt, það er ekki eins og þær séu viðkvæmar fyrir loddaralíðan (imposter syndrome) og höfnunarnæmni (rejection sensitive dysphoria). Rúsínan í pylsuendanum er svo óvænt tónverk úr vinnslu Birnu og HljóðkirkjuBaldurs. Allar líkur á að það endi í Eurovision. Þáttur vikunnar er í boði VITHIT og My Essential Wardrobe.