Sjöundi þáttur

Bókahúsið - hlaðvarp Forlagsins - A podcast by forlagid

Categories:

Gestir Sverris í í sjöunda þætti Bókahússins eru tvíeykið taumlausa Valgerður Benediktsdóttir og Kolbrún Þóra Eiríksdóttir sem eru potturinn og pannan í réttindastofu Forlagsins; Þorgrímur Þráinsson sem miðlar sinni skemmtilega hvetjandi og jákvæðu lífsspeki í Verum ástfangin af lífinu og sendir einnig frá sér ungmennabókina Tunglið, tunglið taktu mig nú í haust; loks reka inn nefið hin hæfileikaríku systkini Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn en þau sendu frá sér myndskreytta ljóðabók, Rím og Roms fyrr á árinu, auk þess Sigrún á svo barnabókina Rauð viðvörun í jólabókaflóðinu og Þórarinn smásagnasafnið Umfjöllun. Fjörugur og fjölbreyttur þáttur!