Áttundi þáttur

Bókahúsið - hlaðvarp Forlagsins - A podcast by forlagid

Categories:

Gestir Sverris í áttunda þætti eru Eliza Reid, sem hefur skrifað hina áhugaverðu og skemmtilegu Sprakkar, bók um íslenska kvenskörunga samtímans; Benný Sif Ísleifsdóttir sem rabbaði um ógleðiskók, sveitaböll og afar líflega skáldsögu sína Djúpið; loks skaust Sverrir í ræktarsal Bókahússins og svitnaði þar ærlega á hamstrahjóli ásamt hinum síhressu kynningar- og markaðsstýrum Forlagsins, þeim Guðrúnu Norðfjörð og Emblu Ýri Teitsdóttur, sem ræddu fjölbreytileg störf sín við að koma bókum Forlagsins til lesenda úti um land allt.