Annar þáttur

Bókahúsið - hlaðvarp Forlagsins - A podcast by forlagid

Categories:

Leiðsögumaður og gestgjafi hlustenda í Bókahúsinu er Sverrir Norland. Gestir hans í öðrum þætti Bókahússins eru Emilía Erla Ragnarsdóttir, bókahönnuður hjá Forlaginu; Rán Flygenring, teiknari og rithöfundur, og Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, en þau voru að senda frá sér tvær sprúðlandi fjörugar bækur, Bannað að eyðileggja og Drottningin sem kunni allt nema…; loks settist Einar Kárason með Sverri út í bakgarð við Bókahúsið og ræddi við hann um nýjustu skáldsögu sína, hina áhrifamiklu Þung ský, en ræddi einnig af innlifun um feril sinn, sköpunarstarfið og matarvenjur fjölskyldu sinnar sem er óvenju skáldhneigð.