Bíóblaður áskrift #27 - Dungeons & Dragons með Bjössa, Sigga og Davíð
Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays
Categories:
— (BROT ÚR ÁSKRIFTARÞÆTTI) — Dungeons & Dragons er spil sem flestir nördar hafa spilað eða í það minnsta heyrt um. Fyrr á árinu kom út kvikmyndin Dungeons & Dragons: Honor Among Thieves en myndin fékk frábæra dóma og vakti mikla athygli. Í tilefni þess þá datt Hafsteini í hug að fá til sín þrjá nörda til að útskýra spilið og söguna á bakvið það. Björn Elíeser, Sigurður Trausti og Davíð Máni eru miklir D&D áhugamenn og hafa þar að auki séð myndina. Í þættinum ræða þeir meðal annars reglurnar í spilinu, söguna á bakvið sjálft spilið, hversu lélegar gömlu myndirnar eru, hversu vel heppnuð nýja myndin er og margt fleira. Þátturinn er 140 mínútur. Hægt er að horfa á hann eða hlusta í heild sinni með því að gerast áskrifandi á www.biobladur.is