Bíóblaður áskrift #25 - Evil Dead Rise með Rögnvaldi Rúnars
Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays
Categories:
— (BROT ÚR ÁSKRIFTARÞÆTTI) — Rögnvaldur Brynjar Rúnarsson er mikill kvikmyndaáhugamaður og hefur lengi vel fylgst með Bíóblaðri. Rögnvaldur kíkti til Hafsteins til að ræða nýjustu Evil Dead myndina, Evil Dead Rise. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hversu vel Alyssa Sutherland stendur sig sem Ellie, hversu gróf myndin er, hvort Rögnvaldur sé ánægður með þessa nýju stefnu sem framleiðendurnar byrjuðu með 2013 útgáfunni og margt, margt fleira. Þátturinn er 60 mínútur. Hægt er að horfa á hann eða hlusta í heild sinni með því að gerast áskrifandi á www.biobladur.is