Bíóblaður áskrift #20 - Star Wars: Andor með Birgi Ársæls

Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays

Categories:

— (BROT ÚR ÁSKRIFTARÞÆTTI) — Kvikmyndafræðingurinn Birgir Smári Ársælsson er mikill Star Wars áhugamaður og hann kíkti til Hafsteins til að ræða fjórðu Disney+ Star Wars seríuna, Andor.   Birgir og Hafsteinn ræða meðal annars hversu vönduð serían er, hversu sterk persónusköpun er í þáttunum og hvernig serían nær að sýna andspyrnuna í nýju ljósi.   Strákarnir fara einnig aðeins út fyrir Andor og ræða Star Wars heiminn í heild sinni, hversu spennandi persóna Thrawn er, hvernig The Clone Wars styrkti prequel þríleikinn, hvort Star Wars eigi frekar heima í kvikmyndahúsum og margt, margt fleira.   Þátturinn er 120 mínútur. Hægt er að horfa á hann eða hlusta í heild sinni með því að gerast áskrifandi á www.biobladur.is