#69 Nördaspjall með Gísla Einars

Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays

Categories:

Eigandi Nexus, Gísli Einarsson, rekur vinsælustu nördabúð landsins en Gísli er ekki bara fyrirtækjaeigandi. Hann er líka mikill kvikmyndaáhugamaður og hefur verið viðriðinn ofurhetjur og fleira slíkt í fjöldamörg ár.   Í þættinum ræða Gísli og Hafsteinn meðal annars hversu mögnuð persóna Superman er, hvernig Nexus byrjaði, námskeiðin sem Nexus býður upp á fyrir ungt fólk, mikilvægi þess að vera með góðan lesskilning, hvernig síðasta serían af Game of Thrones eyðilagði næstum því vörumerkið og margt, margt fleira.   Þátturinn er í boði Popp Smells frá Nóa Síríus og Doritos frá Ölgerðinni.