#63 Horror með Óla og Mána
Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays
Categories:
Kvikmyndagerðarmaðurinn Óli Bjarki og kvikmyndaáhugamaðurinn Máni Freyr kíktu til Hafsteins og ræddu við hann um alls kyns hrollvekjur. Óli og Máni hafa undanfarna mánuði sökkt sér í hryllingsmyndir og Hafsteini fannst því mjög spennandi að ræða við þá. Í þættinum ræða þeir meðal annars af hverju Mike Flanagan er svona góður í að gera hrylling, hvernig vampíruhryllingur hefur þróast síðan Bram Stoker skrifaði bókina sína, hvernig er best að gera góð "jumpscares", hvort strákarnir trúi á alvöru drauga og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Popp Smells frá Nóa Síríus.