#62 Ofurhetjur með Degi og Úlfari

Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays

Categories:

Dagur Lárusson og Úlfar Konráð Svansson gáfu út sína fyrstu ofurhetjuteiknimyndasögu rétt fyrir jólin. Sagan heitir Landverðirnir og þeir kíktu til Hafsteins síðastliðinn desember til að segja honum aðeins frá bókinni. Þeir eru mættir aftur og í þetta skipti til að ræða sínar uppáhalds ofurhetjur.   Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu frábær persóna Spiderman er, hvaða ofurhetja er með flottasta liðið af vondu köllum, hversu öflug Scarlet Witch er, hvort The Flash sé fljótari en Superman, hvort Hulk gæti unnið Superman í slag og margt, margt fleira.   Þátturinn er í boði Popp Smells frá Nóa Síríus.