#56 Bransaspjall með Baldvini Z
Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays
Categories:
Baldvin Z er einn af okkar fremstu kvikmyndagerðarmönnum og Hafsteini fannst því mjög áhugavert að fá hann í þáttinn og spyrja hann út í ýmislegt sem tengist kvikmyndagerð. Baldvin hefur meðal annars gert bíómyndirnar Vonarstræti og Lof mér að falla. Þær slógu í gegn hjá bæði áhorfendum og gagnrýnendum. Baldvin hefur líka unnið við sjónvarpsþáttagerð og vinnur nú að því að hefja upptökur á nýrri glæpaseríu sem kallast Svörtu Sandar. Í þættinum segir Baldvin frá því hver fyrstu skrefin eru þegar hann byrjar á nýju verkefni, hvernig hann skrifar með öðrum, hvað hann þurfti að gera til að komast inn í bransann, af hverju hann ásamt öðrum stofnuðu framleiðslufyrirtækið Glassriver, hvernig kvikmyndabransinn snýst mikið um að leysa vandamál og margt, margt fleira.