#54 Nördaspjall með Tomma Valgeirs

Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays

Categories:

Kvikmyndagagnrýnandinn, hlaðvarpsstjórnandinn og ritstjóri Kvikmyndir.is, Tómas Valgeirsson, kíkti til Hafsteins og þeir áttu langt og áhugavert spjall saman. Tómas hefur verið einn helsti kvikmyndagagnrýnandi Íslands síðastliðin ár og Hafsteini fannst því sérstaklega spennandi að fá hann til sín.   Í þættinum ræða þeir meðal annars hvernig það er ekki hægt að ákveða fyrirfram að vera cool, hvernig Fury Road var Mad Max myndin sem George Miller vildi alltaf gera, hvernig Andy Serkis sýndi stjörnuleik sem bæði Gollum og Caesar, hversu vanmetnar Cloud Atlas og Scott Pilgrim vs. the World eru, hversu kaldur leikstjóri Christopher Nolan getur verið og margt, margt fleira.