#41 Bíóspjall með Páli Óskari
Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays
Categories:
Poppkóngurinn, Páll Óskar Hjálmtýsson, er þekktastur fyrir tónlistina sína en það sem kannski færri vita er að hann er líka grjótharður kvikmyndaáhugamaður. Hafsteinn var því mjög spenntur að fá hann í þáttinn og Páll Óskar olli ekki vonbrigðum. Strákarnir ræða meðal annars hversu sérstakur John Waters er sem leikstjóri, hversu gróf og ógeðsleg Cannibal Holocaust er, hversu mikið Russ Meyer elskaði stór brjóst, hversu mikilvægt það er að hafa trú á sjálfum sér og margt, margt fleira.