#284 Hot or Not með Kiddu Svarfdal
Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays
Categories:
Ritstjóri hun.is og einn af stjórnendum hlaðvarpsins Fullorðins, Kidda Svarfdal, kíkti til Hafsteins og tók þátt í skemmtilegum leik sem Hafsteinn bjó til. Hafsteinn fann 15 kynæsandi kvikmyndaplaköt sem hann varpaði á sjónvarpið í stúdíóinu og Kidda og Hafsteinn skiptust á að segja hvort þau væru virkilega heit eða ekki. Í þættinum ræða þau meðal annars hvort Jessica Alba sé með góð gen, hvort það sé kynæsandi að sjá Gerard Butler öskra framan á 300 plakatinu, hversu flottur Hugh Jackman er sem Wolverine, hvort Eva Green sé sexy í Sin City 2 og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.