#221 Bransaspjall með Garpi Elísabetarsyni
Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays
Categories:
Garpur Ingason Elísabetarson er klippari og kvikmyndagerðarmaður. Garpur hefur upplifað ýmislegt á sínum ferli en hann stundaði meðal annars nám við Kvikmyndaskóla Íslands, starfaði hjá Saga Film sem klippari, fór út að læra tölvubrellur og starfar í dag hjá Stöð 2 sem framleiðslustjóri. Garpur kíkti til Hafsteins og sagði honum frá sínum bakgrunni og áhugamálum. Strákarnir ræða einnig The Shawshank Redemption og hversu fullkomin hún er, hvernig The Matrix breytti leiknum, hversu klikkaður Alex Honnold er í Free Solo, hversu magnað afrekið er í heimildarmyndinni 14 Peaks: Nothing is Impossible og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Popp Smells frá Nóa Síríus, Subway og Sambíóanna.