#215 Bransaspjall með Ágústi Helga
Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays
Categories:
Ágúst Helgi Baldursson er 27 ára gamall með gráðu í tölvuleikjagerð en í dag vinnur hann sem rigger hjá VFX fyrirtæki sem heitir One of Us. Áður vann Ágúst hjá VFX fyrirtækinu Framestore en í starfi sínu sem rigger þá sérhæfir hann sig í að búa til beinagrindur fyrir tölvuteiknaða hluti sem hreyfast í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Ágúst kíkti til Hafsteins og sagði honum meðal annars frá bransanum, lífi sínu í London, hversu mikið hann elskar The X-Files, hvernig Better Call Saul náði ekki alveg sömu hæðum og Breaking Bad og hversu flottar tölvubrellur voru í Alita: Battle Angel. Þátturinn er í boði Popp Smells frá Nóa Síríus, Subway og Sambíóanna.