#202 Topp 10 með Snjólaugu Lúðvíks

Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays

Categories:

Snjólaug Lúðvíksdóttir er handritshöfundur og uppistandari. Snjólaug hefur meðal annars skrifað kvikmyndina Saumaklúbburinn ásamt Göggu Jónsdóttur og hún var partur af handritateyminu á bakvið Stellu Blómkvist þættina. Snjólaug kíkti til Hafsteins með sinn topp 10 lista.   Í þættinum ræða þau hvort að Snjólaug væri til í að horfa á alvöru Truman Show þætti, hversu fyndin The Lobster er, hversu mögnuð Arrival er, hvernig Stella í orlofi var á undan sinni tíð, hvað einkennir góð samtöl í leiknu efni og margt, margt fleira.   Þátturinn er í boði Subway, Sambíóanna, Celsius Energy og Popp Smells frá Nóa Síríus.