#194 Heimabíóblaður með Sigurjóni og Tryggva
Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays
Categories:
Kvikmyndaáhugamaðurinn Sigurjón Hilmarsson og tölvuleikjasérfræðingurinn Tryggvi Georgsson eru tveir vinir sem byrjuðu með fyrir stuttu nýtt kvikmynda hlaðvarp sem kallast Heimabíó. Þar horfa þeir á eina mynd í hverri viku og ræða hana í þaula. Það sem gerir hlaðvarpið sérstaklega áhugavert er það að Tryggvi hefur séð svo fáar kvikmyndir og er því að upplifa margar stórmyndir í fyrsta skipti í sjálfu hlaðvarpinu. Strákarnir mættu til Hafsteins og sögðu honum aðeins frá sögunni á bakvið Heimabíó. Þátturinn er í boði Subway, Sambíóanna, Celsius Energy og Popp Smells frá Nóa Síríus.