#184 Stunts með Jóni Viðari

Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays

Categories:

Jón Viðar Arnþórsson er fyrrum lögreglu og sérsveitarmaður. Hann hefur einnig verið virkur þjálfari í sjálfsvörn og hefur hann meðal annars þjálfað lögreglumenn og dyraverði. Síðustu ár hefur Jón Viðar einbeitt sér að kvikmyndagerð en hann sérhæfir sig í áhættu og bardagaatriðum.   Hann kíkti til Hafsteins til að ræða þessa spennandi hlið á kvikmyndabransanum. Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu miklu máli skiptir að öryggi sé upp á 10, hversu sturluð atriðin eru í The Raid myndunum, hversu mikilvægt það er að fá góðan tíma til að æfa og margt, margt fleira.   Þátturinn er í boði Subway, Sambíóanna, Celsius Energy og Popp Smells frá Nóa Síríus.