#176 Episode IV-VI með Oddi og Tómasi
Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays
Categories:
May the Fourth be with you! Blaðamaðurinn Oddur Ævar Gunnarsson og handritshöfundurinn Tómas Gauti Jóhannsson eru grjótharðir Star Wars menn og Hafsteini fannst því tilvalið að fá þá til sín til að ræða Episode IV-IV á sjálfum Star Wars deginum. Í þættinum er aðal fókusinn á upprunalega þríleiknum en strákarnir ræða einnig hinar myndirnar. Þeir ræða meðal annars hversu mikill dólgur R2-D2 átti að vera, hvernig George Lucas gerði risastóran leikfangasamning, hversu frábær Darth Vader er, hversu oft Harrison Ford vildi deyja í þessum myndum og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Subway, Sambíóanna, Celsius Energy og Popp Smells frá Nóa Síríus.