#172 Tölvuleikjamyndir með Mána Frey
Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays
Categories:
Kvikmynda og tölvuleikjasérfræðingurinn Máni Freyr kíkti til Hafsteins til að ræða bíómyndir sem byggðar eru á tölvuleikjum. Í þættinum ræða þeir meðal annars af hverju það er svona erfitt að gera bíómynd eftir tölvuleik, hvernig Resident Evil mynd þeir væru til í að sjá, hvernig Tom Holland stóð sig sem Nathan Drake í Uncharted, hversu hræðileg Tomb Raider er með Angelinu Jolie og margt fleira. Þátturinn er í boði Subway, Sambíóanna, Celsius Energy og Popp Smells frá Nóa Síríus.