#156 Harmur með Antoni og Ásgeiri

Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson - Wednesdays

Categories:

Anton Karl Kristensen og Ásgeir Sigurðsson eru ungir og efnilegir kvikmyndagerðarmenn. Þeir eru að gefa út sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem kallast Harmur en myndina fjármögnuðu þeir sjálfir.   Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu mikilvægt það er fyrir bransann að fá inn nýtt fólk, hversu mikið þeir eru til í að aðstoða unga kvikmyndagerðarmenn við að koma sér á framfæri, mikilvægi þess að senda kvikmyndir á kvikmyndahátíðir, hvernig þeir fengu Sambíóin með sér í lið, hversu mikilvæg góð lýsing er og margt, margt fleira.   Þátturinn er í boði Subway, Sambíóanna, Celsius Energy og Popp Smells frá Nóa Síríus.