#5 101 Reykjavík
Bíó Tvíó - A podcast by Heimildin - Sundays
Categories:
101 Reykjavík er jólamynd, samkvæmt víðri skilgreiningu stjórnenda, og er því til umfjöllunar í hátíðaþætti Bíó Tvíó. Fyrsta kvikmynd Baltasars Kormáks fjallar um hinn ósympatíska Hlyn, sem lendir í ástarþríhyrningi með móður sinni. Er Hlynur hin raunverulega söguhetja? Stenst þessi svipmynd af aldamótadjamminu í borg óttans tímans tönn? Og hver er saga Ingvars Þórðarsonar, framleiðanda myndarinnar og meðeiganda Kaffibarsins?Allt þetta og meira í Bíó Tvíó!