#79 - Davíð Þór & Þórunn Gréta
Betri helmingurinn með Ása - A podcast by Ási
Categories:
Séra Davíð Þór Jónsson og hans Betri helmingur Þórunn Gréta Sigurðardóttir eru viðmælendur vikunar í Betri helmingnum.Davíð Þór hefur komið víða við á sínum starfsferli en var hann meðal annars annar Radíusbræðra sem nutu gríðarlegra vinsælda á tíunda áratugnum, gegndi ritstjórn, þýddi bæði leikrit og sjónvarpsþætti, stjórnaði Gettu betur en hefur hann verið sóknarprestur Laugarnseskirkju síðan 2016.Þórunn Gréta er menntuð með BA í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og er hún formaður Tónskáldafélags Íslands. Þórunn Gréta hefur samið fjölbreytt tónverk en vann hún einmitt Íslensku tónlistarverðlaunin nú fyrr á þessu ári fyrir óperu sína KOK. Davíð Þór og Þórunn Gréta kynntust í raun þrisvar sinnum en þeirra fyrstu kynni voru þegar Þórunn var einkabílstjóri Davíðs þar sem hann var að skemmta fyrir framhaldsskólann á Egilsstöðum, það var þó langt frá því að kvikna eitthvað á milli þeirra í það skiptið enda töluvert aldursbil á milli þeirra. Þeirra önnur kynni voru svo þegar Þórunn flutti fyrir tilviljun í íbúð á sama stigagangi og Davíð og rákust þau reglulega á hvert annað, það var þó ekki fyrr en í þriðja skiptið sem leiðir þeirra lágu saman að hjólin fóru að snúast en var það þegar Davíð réði hana til vinnu við þýðingu á barnaefni. Þau voru bæði á viðkvæmum stað í þá daga og fundu stuðning frá hvert öðru sem þróaðist síðan í ástarsamband og hafa þau verið saman allar götur síðan, eru gift með tvö börn en átti Davíð tvö börn úr fyrra sambandi.í þættinum ræddum við meðal annars um prestastarfið og hvar áhuginn fyrir því kviknaði, árin í skemmtibransanum, tónlistina, fjölskyldulífið og rómantíkina ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Þórunn Gréta kveikti næstum í heimili þeirra.Dominos - https://www.dominos.is/Smitten - https://smittendating.com/Brynjuís - https://brynjuis.is/Augað - https://www.augad.is/