Þrjár konur, tvær pissupásur (með Heklu Elísabetu)

Athyglisbrestur á lokastigi - A podcast by Útvarp 101

Það er tímabær og strategískur fundur með Heklu Elísabetu í þættinum að þessu sinni, enda eru stelpurnar að fara að sýna uppistand á laugardaginn og hafa því aldrei hugsað færri fyndnar hugsanir - kvíði og athyglisbrestur eru nefnilega æði! Hekla er ekki aðeins uppistandari og handritshöfundur allra þátta sem Laddi leikur í þessa dagana, heldur líka pólitískt ljón sem vill að ungt fólk láti sig málin varða - hvað sem það nú þýðir. Stelpurnar ræða hvort Pete Davidson sé daddy, hvort Covid sé þjáning(SORRY að við séum að tala um veiruna skæðu at all), Hekla og Lóa gagnrýna danssýninguna Neind Thing sem Salka performaði í á dögunum - og auðvitað greinum við líka Umræðuna á samfélagsmiðlum. Allavega, komið á uppistandið okkar ef ykkur finnst við einhvers virði! Miðar á tix ;)