Hver heldur með litlum stelpum?
Athyglisbrestur á lokastigi - A podcast by Útvarp 101
Categories:
Ef það var einhverntímann athyglisbrestsþáttur þar sem við tölum um jafnrétti kynjanna, kynin, menntakerfið, félagsmótun, hvernig strákar haga sér og hvernig stelpur haga sér, þá er þetta sá þáttur. Þetta er ultimate SÁ þáttur. Heimildarmyndin 'Hækkum rána' snerti einhverja strengi innra með okkur. Okkar innri litlu stelpur töluðu í gegnum okkur í þessum þætti. Myndin er sýnd á Sjónvarpi Símans og fjallar um stúlknalið í körfubolta og þjálfara þeirra. Þjálfarinn beitir aðferðum og hörku sem ekki tíðkast varla á Íslandi í dag og sér í lagi ekki í stúlknaþjálfun. Þjálfarinn, Brynjar Karl, er vægast sagt umdeildur þó hann eigi sér vissulega einhverja stuðningsmenn/talsmenn, en heimildarmyndin er allavega í öllu falli stórkostleg.