10 bestu / Jói P, tónlistarmaður S9 E4
Asgeir Olafsson Lie - Podcast - A podcast by Podcast Stúdíó Akureyrar
Jói P eða Jóhannes Damian Patreksson þekkjum við öll. Hann var að gefa út sína fyrstu sólóplötu "Fram í rauðan dauðann,, Hann segir okkur frá ævintýrinu öllu þegar það varð að veruleika árið 2017 og hann aðeins 16 ára. Hvernig fer það með 16 ára dreng að verða þekktur á einni nóttu? Hvernig er að sinna sólóferli þegar hann hefur verið með Kidda( Kristinn Óla) alltaf með sér? Hann talar persónulega um tilfinningar sínar sem introvert maður. Hann segir okkur söguna alla og við tökum fyrir allt sem hann hefur gert. Jói er í annarri hljómsveit sem hann segir okkur frá. Mikið af tónlist og gott spjall við Jóa P sem heldur betur er með tvo fætur á jörðinni. Takk fyrir að hlusta á 10 bestu og okkur Jóa!