10 bestu / Guðmundur Ómarsson - Gummi í Eldhafi S10 E1

Fyrsti viðmælandi minn í tíundu seríu er Guðmundur Ómarsson. Hann hefur brallað ýmislegt en er hvað þekktastur fyrir fyrirtæki sitt Eldhaf sem hann stofnaði á sínum tíma og hefur nú selt að fullu. Hann á og rekur isbúðina í miðbæ Akureyrar og hannar öpp fyrir Apple svo eitthvað sé nefnt.  Það eru breyttir tímar hjá fjölskyldunni en þau flytjast búferlum til Spánar þar sem ný tækifæri eru velkomin. Hann segir okkur frá því þegar hann hætti að drekka og hvernig líf hans breyttist.  Hann var nær dauða en lífi vegna myglu og hefur ekki náð sér að fullu síðan. Hann er með 10 laga rokklista en hann segist vera mjúkur inn á milli á sínum eldri árum samt ekki nema rétt rúmlega fertugur. Frábært spjall við Gumma í Eldhafi. Hann segir okkur söguna sína alla. 

Om Podcasten

Allir þættirnir sem ég tek upp á sama stað undir þessu nafni. Takk fyrir að hlusta!